81. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 16. júní 2012 kl. 13:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 13:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir ÞrB, kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir GÞÞ, kl. 13:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 13:00
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir LRM, kl. 13:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG) fyrir SkH, kl. 13:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 13:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 13:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 13:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 13:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 666. mál - virðisaukaskattur Kl. 13:00
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt til 2. umræðu.
Nefndarmenn fengu tækifæri til að gera athugasemdir við álitið.
Allir með á álitinu (HHj, MSch, ÁI, BVG, JRG, BJJ, TÞH, BÁ, LMós)
MT áheyrnarfulltrúi styður álitið.
BJJ, TÞH, BÁ, LMós gera fyrirvara.
LMós og BJJ boða breytingartillögu við málið.

2) 763. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 13:10
Málið var afgreitt á 79. fundi nefndarinnar 7. júní sl. til 2. umræðu.
HHj, formaður, lét dreifa sama nefndaráliti með einni viðbót sem stendur í tengslum við fyrirvara sem GÞÞ gerði á umræddum fundi. Málið verður enn til skoðunar formanns og GÞÞ.

3) EES-mál. Kl. 13:20
Dreift var á fundinum skriflegu erindi ritara utanríkismálanefndar frá 20. apríl 2012 þar sem óskað var umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar í eftirtöldum EES-málum fyrir 7. maí nk.:
- Mál nr. 621 (stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga)
- Mál nr. 612 (endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki)
- Mál nr. 610 (lánshæfismatsfyrirtæki)
- Mál nr. 609 (starfskjarastefna fjármálafyrirtækja)

Einnig var dreift skriflegu erindi ritara utanríkismálanefndar frá 24. apríl 2012 þar sem óskað var umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar um tilskipun 2011/89/EU sem felur í sér breytingar á tilskipun um fjármálasamsteypur (sk. FICOD tilskipun - financial conglomerate directive) frá árinu 2002.

Formaður, HHj, gaf nefndarmönnum frest fram til hádegis á mánudag til þess að koma athugasemdum á framfæri.

4) Önnur mál. Kl. 13:25
Á fundinum voru lagðar fram skriflegar trúnaðarupplýsingar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri vísaði til á 80. fundi nefndarinnar 11. júní sl.
Seðlabankastjóri veitti heimild til þess að nefndarmenn tækju upplýsingarnar með sér af fundinum, sbr. tölvupóst Jón Sigurgeirssonar til ritara nefndarinnar frá 13. júní sl.
Enginn viðstaddra nefndarmanna kaus að taka upplýsingarnar með sér af fundinum.

Fram komu óskir um að nefndin eða hluti hennar færi í heimsókn til stofnana Evrópusambandsins. Óskin stendur í tengslum við mál nr. 763 (innstæðutryggingar).
Formaður, HHj, tók fram að hann myndi koma þessu óskum á framfæri við forseta þingsins.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.

Fundi slitið kl. 13:30