2. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. september 2012 kl. 11:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 11:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 11:00
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 11:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 11:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 11:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 11:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 11:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Gengistryggð lán. Kl. 11:00
Formaður, HHj, gerði grein fyrir stöðu málsins að fengnum minnisblöðum sem nefndin fékk send frá stóru bönkunum þremur, Dróma og Lýsingu eftir fund nefndarinnar 24. ágúst sl. Aðrir nefndarmenn fengu síðan tækifæri til að gera grein fyrir viðhorfum sínum til málsins.

2) 4. mál - frádráttur á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga Kl. 11:40
Formaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

3) 5. mál - almenn niðurfærsla á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar Kl. 11:40
Formaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

4) 57. mál - formleg innleiðing fjármálareglu Kl. 11:40
Formaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

5) Önnur mál. Kl. 11:40
Formaður vakti máls á tvennu:
- Fundur fulltrúa meiri hluta og minni hluta í nefndinni með Jóni Sigurðssyni ráðgjafa efnahags- og viðskiptaráðuneytisins í fyrramálið á nefndasviði. Fundurinn stendur í tengslum við vinnu um framtíðarskipan fjármálamarkaða. Tveir fulltrúar meiri hlutans í nefndinni og tveir fulltrúar minni hlutans eru boðaðir til fundarins.
- Formaður leitaði eftir afstöðu einstakra nefndarmanna til synjunar Seðlabankans á beiðni fjárlaganefndar um aðgang að afriti af samtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra sem stendur í tengslum við neyðarlán bankans til Kaupþings í byrjun október 2008.

GÞÞ ítrekaði enn og aftur beiðni sína um aðgang að upplýsingum frá stjórnvöldum sem varða ríkisaðstoð til Sjóvár og enn fremur aðgang að gögnum sem varða Byr og Spkef. Formaður upplýsti að ráðuneytið kæmi á fund nefndarinnar næst komandi miðvikudag til að afhenda gögn sem varða ríkisaðstoð til Sjóvár. GÞÞ áréttaði af því tilefni beiðni um svör við spurningum varðandi BYR og Spkef.

GÞÞ óskaði í tilefni af greinarskrifum Heiðars Más Guðjónssonar eftir fundi í nefndinni um framkvæmd gjaldeyrishafta. Greinin var skrifuð í Fréttablaðið 22. september sl. og ber heitið "Að ganga ekki frá hálfkláruðu verki".

JBjarn vék af fundi um kl. 11:40.
MT vék af fundi um kl. 11:30.
LRM var stödd á landsbyggðinni og boðaði forföll.
MSch og BJJ voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:55