38. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu Skála, föstudaginn 21. desember 2012 kl. 22:55


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 22:55
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir JBjarn, kl. 22:55
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir LRM, kl. 22:55
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 22:55
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 22:55
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 22:55
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 22:55
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 22:55
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 22:55
Skúli Helgason (SkH), kl. 22:55

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 468. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 22:55
Nefndarmenn ræddu breytingartillögu formanns, HHj, á þskj. 856 (bleiur).

2) 101. mál - skattar og gjöld Kl. 23:00
PHB kynnti hugmynd til breytinga á ákvæði til bráðabirgða XL í lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003. Í henni felst með hliðsjón af réttaróvissu um endurreikning lána sem innihalda ólögmæta gengistryggingu að ákvörðun vaxtabóta árið 2013 verði gerð með fyrirvara um rétt íslenska ríkisins til endurgreiðslu.

Nefndarmenn ræddu þessa hugmynd sem stendur í tengslum við 3. gr. frumvarpsins. Meiri hlutinn leggur til að 3. gr. verði felld brott. Formaður gerir ráð fyrir að nefndin haldi umfjöllun sinni um þetta atriði áfram á vorþingi.

3) Önnur mál. Kl. 23:05
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 23:05