52. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. febrúar 2013 kl. 09:05


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:00
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:25
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 11:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:50
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:05

LMós boðaði forföll.
MSch stýrði fundi til kl. 10:00 í fjarveru formanns, HHj. MSch vék af fundi um kl. 10:55.
ÁÞS vék af fundi um kl. 11:15.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Málefni Byr og SpKef. Kl. 09:05
Á fundinn komu Þórhallur Arason og Jóhannes Bjarni Björnsson hrl. f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Fundarbeiðandi: GÞÞ
Gestirnir svöruðu spurningum fundarbeiðanda og annarra nefndarmanna.

Dreift var á fundinum:
- Minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins til GÞÞ frá 25. janúar 2013
- Minnisblaði nefndar um fjármálakerfi til þriggja ráðherra og forstjóra FME og bankastjóra SÍ. frá 21. apríl 2010.

2) Svört atvinnustarfsemi. Kl. 09:30
Á fundinn komu Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Helga Haraldsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Sigurður Jensson frá ríkisskattstjóra, Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins.
Á fundinum var dreift drögum að frumvarpi til laga um breytingar á virðisaukaskatti sem kynnt voru undir 3. dagskrárlið 49. fundar nefndarinnar.
Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins.

Fulltrúi ASÍ afhenti á fundinum minnisblað frá febrúar 2013 sem ber heitið "Bættir viðskiptahættir - kennitöluflakk".

3) Staða viðskiptamanna Dróma. Kl. 10:20
Á fundinn komu Bjarki Baxter og Kristín Dana Husted frá Dróma og Hákon Hrafn Sigurðsson, Sveinn Margeirsson, Guðmundur Ásgeirsson, Hafdís Óskarsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Jane María Sigurðardóttir, Ágústa Hauksdóttir og Sigurður Hr. Sigurðsson frá Samstöðu gegn Dróma.

Fulltrúar Samstöðu gegn Dróma afhentu minnisblað til nefndarinnar frá 18. janúar 2013.

Gestirnir gerður grein fyrir viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Formaður, HHj, vakti athygli gesta á reglum sem gilda um meðferð trúnaðarupplýsinga.

4) 504. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 11:15
Á fundinn komu Magnús Ásgeirsson frá Kauphöll Íslands, Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Páll Friðriksson og Elsa Karen Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 220. mál - neytendalán Kl. 11:45
Á fundinn kom Maria Elvira Mendez Pinedo prófessor í Evrópuréttir frá Háskóla Íslands.
Gesturinn lýsti viðhorfum sínum til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum eftirfarandi gögnum sem Elvira Mendez sendi nefndinni á tölvupósti fyrir fundinn:
- Letter to EU-EEA institution. Annex with real payments of price indexed loans
- Letter to EUR COM. Assessment legality Icelandic leg proposal -Dir 2008-48
- Analysis-clarification - reply from Eur Commission 12 2 2013 (2)
- Letter EUR Commission received 12.2.2013
- Study MEMP.Questioning legality indexation Iceland

Að lokinni umfjöllun lagði formaður, HHj, til að málið yrði afgreitt til 2. umræðu.
Dreift hafði verið á fundinum drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum.
Enginn mótmæli afgreiðslu málsins.
Með á áliti meiri hluta (HHj, LRM, SkH, ÁÞS, MSch). ÁÞS og MSch voru ekki viðstaddir á fundinum þegar málið var afgreitt en að beiðni formanns voru þeir hafði með á álitinu, sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
EyH boðaði sérálit og breytingartillögur við málið.
PHG og GÞÞ áskildu sér rétt til að skoða álit meiri hlutans áður en þeir tækju afstöðu til málsins.

6) 542. mál - virðisaukaskattur Kl. 12:35
Þessum dagskrárlið var frestað.

7) Ákvörðun um opinn fund með Peningastefnunefnd. Kl. 11:35
Formaður HHj lagði til að opinn fundur með fulltrúum í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands yrði haldinn fimmtudaginn 28. febrúar nk. Engar athugasemdir komu fram við þá tímasetingu og skoðast hún samþykkt.

(Fyrir mistök ritara lagði formaður til að fundurinn yrði haldinn fimmtudaginn 28. febrúar nk. en með réttu hefði hann átt að leggja til að fundurinn yrði haldinn mánudaginn 25. febrúar, frá kl. 10:00 til 12:00. Ástæðan er sú að seðlabankastjóri verður erlendis 28. febrúar en getur komið á fund nefndarinnar 25. febrúar. Þessari leiðréttingu var komið á framfæri við nefndarmenn með tölvupósti að loknum fundinum.)

8) Fundarboð utanríkismálanefndar. Kl. 12:35
Formaður vakti athygli á fundi utanríkismálanefndar í fyrramálið sem fulltrúum í efnahags- og viðskiptanefnd er boðið að sitja. Á fundinum mun Peter Bekx, yfirmaður alþjóðlegra efnahags- og fjármála hjá framkvæmdastjórn ESB og lykilmaður í mótun viðbragða ESB vegna skuldavanda evruríkjanna, flytja erindi um skuldavanda Evrópu og framtíð evrunnar.

9) Fundargerðir. Kl. 12:35
Formaður vakti athygli nefndarmanna á að fundargerðir nr. 44 - 51. fundar hefðu verið sendar nefndarmönnum á tölvupósti. Engar athugasemdir komu fram og skoðast þær samþykktar.

10) Önnur mál. Kl. 12:35
GÞÞ óskaði eftir upplýsingum um hvort íslensk stjórnvöld hafi íhugað réttarstöðu sína gagnvart lánshæfismatsfyrirtækjum líkt og dæmi eru um í öðrum ríkjum.

Fundi slitið kl. 12:40