62. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu Skála, miðvikudaginn 6. mars 2013 kl. 19:22


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 19:22
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir ÁÞS, kl. 19:22
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 19:22
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 19:22
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 19:22
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 19:22
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 19:22
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir SkH, kl. 19:22
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 19:22

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 619. mál - vörugjald og tollalög Kl. 19:40
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögur og lagði til að málið yrði afgreitt til 2. umræðu. Enginn var á móti afgreiðslu málsins
- Með á áliti meiri hluta (HHj, LRM, MSch, ÁI, OH).

2) 504. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 19:50
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögur og lagði til að málið yrði afgreitt til 2. umræðu. Enginn var á móti afgreiðslu málsins
- Með á áliti meiri hluta (HHj, LRM, MSch, ÁI, OH, EyH).

3) 503. mál - endurskoðendur Kl. 19:35
Formaður, HHj, lét dreifa frumvarpi sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra óskar eftir að efnahags- og viðskiptanefnd flytji.
Frumvarpið er unnið upp úr máli nr. 503 (endurskoðendur) og lagt til að ákvæði b- og c-liðar 6. gr. og 12. gr. þess frumvarps verði lögfestar.

Nefndarmenn fengu tækifæri til að ræða sjónarmið sín í málinu.

4) 457. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 19:30
Formaður, HHj, lét dreifa frumvarpi sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra óskar eftir að efnahags- og viðskiptanefnd flytji.
Frumvarpið er unnið upp úr máli nr. 457 (sala fasteigna og skipa) og lagt til að ákvæði 2. mgr. 18. gr. og k-liðar 2. mgr. 19. gr. þess frumvarps verði lögfestar.

Nefndarmenn fengu tækifæri til að ræða sjónarmið sín í málinu.
Á fundinn kom Grétar Jónsson frá Félagi fasteignasala. Gesturinn lýsti sjónarmiðum sínum í málinu og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 102. mál - hlutafélög Kl. 19:22
Formaður, HHj, lét dreifa frumvarpi sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra óskar eftir að efnahags- og viðskiptanefnd flytji.
Frumvarpið er unnið upp úr máli nr. 102 (hlutafélög) og lagt til að ákvæði 3. gr. þess frumvarps verði lögfest.

Nefndarmenn fengu tækifæri til að ræða sjónarmið sín í málinu.
Á fundinn kom Magnús Harðarson frá Kauphöll Íslands. Gesturinn lýsti sjónarmiðum sínum í málinu og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 566. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 229/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 19:55
Nefndarmönnum gafst kostur á að ræða málið.

7) Önnur mál. Kl. 19:55
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 19:55