12. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. nóvember 2013 kl. 11:05


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 11:05
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 11:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 11:05
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) fyrir GStein, kl. 11:11
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir ÁPÁ, kl. 11:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir SJS, kl. 11:10
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 11:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 11:05

LínS og JÞÓ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 11:05
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands og Georg Brynjarsson frá Bandalagi háskólamanna. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

2) 2. mál - tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 11:25
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Georg Brynjarsson frá Bandalagi háskólamanna og Helga Jónsdóttir og Kristinn Bjarnason frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) Fundargerðir Kl. 11:58
Fundargerðir 8., 9. og 10. funda voru samþykktar.

4) Önnur mál Kl. 11:59
Nefndarmenn ræddu málin.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:03