1. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 10:03


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:03
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 10:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 10:04
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:03
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:03

Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll.
Guðmundur Steingrímsson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Tilskipun 2013/34/ESB er varðar ársreikninga. Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar kom Harpa Theódórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Harpa kynnti nefndinni efni tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2013/34/ESB er varðar ársreikninga o.fl. Að því loknu svaraði Harpa spurningum nefndarmanna.

2) Lög um neytendalán - málefni smálánafyrirtækja Kl. 10:23
Á fund nefndarinnar komu Steinunn Valdís Óskarsdóttir frá innanríkisráðuneytinu og Þórunn Anna Árnadóttir og Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu. Gestirnir kynntu nefndinni framkvæmd laga um neytendalán, einkum hvað varðar starfsemi sk. smálánafyrirtækja. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2014/49/EU er varðar innlánatryggingakerfi. Kl. 10:44
Á fund nefndarinnar komu Kjartan Gunnarsson og Leifur Arnkell Skarphéðinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins og Brynjar Kristjánsson, Guðrún Þorleifsdóttir og Karl Axelsson frá Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta. Gestirnir kynntu nefndinni efni tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/14/EB er varðar innlánatryggingakerfi. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

4) 4. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 11:45
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

5) Önnur mál Kl. 10:05
Nefndin ræddi stuttlega um dagskrá næstu funda.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:45