34. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 2. febrúar 2015 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:32
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:39
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:32
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:40
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:40
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:40
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:32
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:35
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:32

Unnur Brá Konráðsdóttir var fjarverandi

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Nefndin samþykkti fundargerð 33. fundar

2) 208. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 09:35
á fund nefndarinnar mættu þeir Þórður Bogason formaður eftirlitsnefndar fasteignasala og Anton B. Markússon hrl. og ræddu málið við nefndina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 356. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Þorleifsdóttir, Ingibjörg Helga Helgadóttir og Rakel Jensdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og kynntu breytingartillögur við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tilskipun 2013/34/ESB er varðar ársreikninga. Kl. 10:35
nefndin samþykkti að afgreiða umsögn sína um málið til utanríkismálanefndar. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að umsögninni.

5) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ákvað að halda áfram umfjöllun sinni um þunna eiginfjármögnun.

Nefndin ákvað að hefja vinnu við að skoða lög um neytendalán
með hliðsjón af smálánum.

Loks var ákveðið að skoða stöðuna á undanþágum í löggjöf um virðisaukaskatt.

Ekki var fleira gert á fundinum

Fundi slitið kl. 11:00