36. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. febrúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Guðmund Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (SBS) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 35. fundar var samþykkt.

2) Skattaskjólsgögn. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Maríanna Jónasdóttir og Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Bryndís Kristjánsdóttir og Gunnar Thorberg frá Skattrannsóknarstjóra og ræddu við nefndina um hin svokölluðu skattaskjólsgögn.

3) Upplýsingafundur. Kl. 10:00
Á fundinn mættu Óskar H. Albertsson, Jón Guðmundsson og Sigurður Jensson frá Ríkisskattstjóra og Bryndís Kristjánsdóttir og Gunnar Thorberg frá Skattrannsóknastjóra og ræddu almennt um virðisaukaskattskerfið á Íslandi.

4) 455. mál - náttúrupassi Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar mættu þær Ólöf Ýrr Atladóttir og Helena Karlsdóttir frá Ferðamálastofu og fóru yfir málið með nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 356. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 11:25
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti. Ákveðið var að fá fulltrúa Ríkisskattstjóra og samkeppniseftirlitsins á næsta fund nefndarinnar vegna málsins.

6) 30. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 11:35
Dagskrárlið frestað.

7) Reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 er varðar upplýsingakerfi fyrir innri markaðinn Kl. 11:35
Nefndin ræddi drög að umsögn um málið. Frestað.

8) Önnur mál Kl. 11:45
óskað eftir að þingmannamál væru send til umsagnar.

Ekki var fleira gert.

Fundi slitið kl. 11:45