40. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Árna Pál Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Pétur H. Blöndal og Unnur Brá Konráðsdóttir boða forföll.

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 581. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mætti Kjartan Gunnarsson og kynnti málið fyrir nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna.

Vilhjálmur Bjarnason skipaður framsögumaður og ákveðið að senda málið til umsagnar með frest til þriðjudagsins 17. mars nk.

2) Breyting á lögum 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda Kl. 10:05
Ákveðið að boða gesti til fundar við nefndina á næsta fund. Óskað var eftir fulltrúm frá lífeyrissjóði verkfræðinga, Landssamtökum lífeyrissjóða og framkvæmdanefnd um leiðréttinguna.

3) Þingmannamál - verkefnalisti Kl. 10:15
Farið yfir þau þingmannamál sem nefndin hefur til umfjöllunar. Ákveðið að taka þingmannamál til umfjöllunar eins og tækifæri gefst.

4) 561. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 10:35
Frosti Sigurjónsson skipaður framsögumaður. Ákveðið að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

5) 571. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:45
Frosti Sigurjónsson skipaður framsögumaður. Ákveðið að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

6) 455. mál - náttúrupassi Kl. 10:48
Nefndin fjallaði um framkomin drög að umsögn. Ákveðið að gera nokkrar breytingar og taka málið fyrir á næsta fundi.

7) Önnur mál Kl. 14:16
Ekki var fleira gert.

Fundi slitið kl. 11:00