43. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Árna Pál Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:18

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi. Willum Þór Þórsson, Vilhjálmur Bjarnason og Líneik Anna Sævarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Nefndin samþykkti fundargerðir 41. og 42. fundar.

2) 581. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Brynjar Kristjánsson og Gunnar Viðar frá Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta, Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins, Róbert Bender og Guðmundur Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Sigurður Guðmundsson frá Lögmannafélagi Íslands og Linda Kolbrún Björgvinsdóttir og Helga Rut Eysteinsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu. Gestir kynntu nefndinni athugasemdir sínar við frumvarpið og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

3) 455. mál - náttúrupassi Kl. 10:25
Ákveðið að fresta að taka málið út til næsta fundar.

4) Önnur mál Kl. 10:25
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:25