49. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Áslaug María Friðriksdóttir (ÁMF) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 09:17
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:09
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:02

Árni Páll Árnason og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi á fundinum.Elsa Lára Arnardóttir vék af fundi kl 10:00 og Líneik Anna Sævarsdóttir tók sæti.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Þorbjörn Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundagerð 47. og 48 fundar voru samþykktar.

2) 571. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Árnína S.Kristjánsdóttir, Guðjón Rúnarsson og Yngvi Örn Krsitinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Marta Guðrún Blöndal og Björn Brynjólfur Björnsson frá Viðskiptaráði, Vilhjálmur Bjarnason og Guðmundur Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Sigurður Guðmundsson frá Lögmannafélagi Íslands. Gestir fóru yfir athugasemdir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 4. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 10:55
Nefndin ákvað að afgreiða málið úr nefndinni með nefndaráliti. Að nefndaráliti standa Frosti Sigurjónsson, Willum Þór Þórsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Steingrímur J. Sigfússon, Sigríður A. Anderssen, Áslaug Friðriksdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.

4) 561. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 11:15
Nefndin ræddi næstu skref í þessu máli og ákvað að hefjast handa við að smíða drög að nefndaráliti.

5) 208. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 11:35
Nefndin ákvað að afgreiða málið úr nefndinni með nefndaráliti. Að nefndaráliti standa Frosti Sigurjónsson, Willum Þór Þórsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Áslaug Friðriksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Steingrímur J. Sigfússon og Sigríður A. Anderssen með fyrirvara.

6) Önnur mál Kl. 11:40
Ekki var fleira gert.

Fundi slitið kl. 11:40