48. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. maí 2017 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:10
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:10
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:10
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:14
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:16

Smári McCarthy var fjarverandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vék af fundi kl. 10:25.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 46. og 47. fundar voru samþykktar með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 505. mál - meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu fyrst Guðrún Þorleifsdóttir, Guðmundur Kárason og Tinna Finnbogadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og næst Kristjana Jónsdóttir, Guðmundur Sigbergsson og Sturla Pálsson frá Seðlabanki Íslands.

3) 386. mál - skortsala og skuldatryggingar Kl. 10:07
Á fund nefndarinnar kom Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) 385. mál - skattar, tollar og gjöld Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Anna Valbjörg Ólafsdóttir og Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

5) 401. mál - lánshæfismatsfyrirtæki Kl. 11:01
Rætt var um málið.

6) Önnur mál Kl. 11:09
Ákveðið var að óska eftir tilgreindum upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu varðandi sölu á hlut í Arion banka hf.

Fundi slitið kl. 11:21