53. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. maí 2017 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:14
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:10
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:10
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:15
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:19
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:46

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vék af fundi kl. 9:40.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:11
Fundargerð 52. var samþykkt.

2) 67. mál - Lífeyrissjóður bænda Kl. 09:12
Rætt var um málið.

3) 111. mál - viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum Kl. 09:14
Rætt var um málið.

4) 400. mál - vátryggingasamstæður Kl. 09:16
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna utan Katrínar Jakobsdóttur sem sat hjá.

Að nefndaráliti og breytingartillögu stóðu allir viðstaddir nefndarmenn utan Katrínar Jakobsdóttur sem ætlaði að tilkynna fyrir dagslok hvort hún stæði að nefndaráliti og breytingartillögu.

5) 553. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð o.fl. Kl. 09:19
Rætt var um málið.

6) 216. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 09:25
Málið var afgreitt án nefndarálits með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna utan Katrínar Jakobsdóttur og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur sem sátu hjá.

7) Afleiddar reglugerðir af EMIR reglugerð nr. 648/2012 Kl. 09:43
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti.

Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að álitinu stóðu allir viðstaddir nefndarmenn.

8) 116. mál - fyrirtækjaskrá Kl. 09:50
Rætt var um málið.

9) Önnur mál Kl. 09:55
Katrín Jakobsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Smári McCarthy lögðu fram eftirfarandi bókun: „Hinn 19. maí sendi efnahags- og viðskiptanefnd spurningar á fjármála- og efnahagsráðuneytið er varða sölu á Arion banka og forkaupsrétt. Eftirfarandi spurningar fóru á ráðuneytið:

1.
Hvaða gögn liggja að baki því að forkaupsréttur ríkissjóðs var ekki nýtur við söluna á Arion banka?
2.
Hvenær ákvað fjármála- og efnahagsráðherra að nýta ekki forkaupsréttinn að Arion banka?
3.
Hvaða árshlutauppgjör var nýtt til að meta það að nýta ekki forkaupsréttinn?
4.
Getur efnahags- og viðskipanefnd fengið minnisblaðið sem stuðst var við þegar ákveðið var nýta forkaupsréttinn ekki?
5.
Hver er tímalínan í þessu ferli, þ.e. tilboð um kaupin virðist hafa verið samþykkt 12. febrúar en það var fyrst upplýst um það 19. mars. Kann ráðuneytið skýringar á þessum drætti við að upplýsa um söluna?
6.
Var kauptilboð vogunarsjóðanna með fyrirvörum? Hverjir voru þeir?

Ráðuneytið hefur ekki svarað nefndinni. Nefndarmenn gátu hins vegar lesið um samskipti ráðuneytisins vegna sölunnar á Arion banka í fjölmiðlum, n.t.t. í Markaðnum þann 24. maí. Minni hlutinn í efnahags- og viðskiptanefnd lýsir yfir óánægju sinni með að þessar upplýsingar hafi ekki borist fyrr til nefndarinnar eins og óskað var eftir. Augljóslega þarf þetta ferli að vera mun gagnsærra til að auka traust og tiltrú á íslenskum fjármálamarkaði, það að sinna ekki upplýsingaskyldu gagnvart Alþingi er hins vegar ekki til þess fallið.
Óskar minni hluti nefndarinnar eftir því að fá viðkomandi upplýsingar hið fyrsta.“

Fundi slitið kl. 10:05