32. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. janúar 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:25
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (JVG) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:15
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Bryndís Haraldsdóttir og Ásgerður K. Gylfadóttir voru fjarverandi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi kl. 10:30.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 29. og 31. fundar voru samþykktar.

2) Reglugerð (ESB) 2017/2394 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 2006/2004 Kl. 09:10
Nefndin fékk á sinn fund Kristínu Höllu Kristinsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Daða Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, sem kynntu gerðina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 412. mál - Bankasýsla ríkisins Kl. 09:30
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit.

4) 303. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið.

5) 312. mál - endurskoðendur og endurskoðun Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Eggert Þórðarson, Inga K. Magnússon og Guðrúnu Jenný Jónsdóttur frá ríkisendurskoðun og Sigurð Arnþórsson og Margréti Pétursdóttur frá Félagi löggiltra endurskoðenda.

6) 433. mál - skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl. Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingvar J. Rögnvaldsson, Kristján Gunnarsson og Ragnheiði Björnsdóttur frá ríkisskattstjóra.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00