53. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Vigdísi Hauksdóttur (VigH), kl. 09:00

Vigdís Hauksdóttir var fjarverandi vegna fundar hjá vestnorræna ráðinu og tók Guðlaugur Þór Þórðarson því við fundarstjórn. Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna fundar hjá Norðurlandaráði. Haraldur Benediktsson var fjarverandi vegna veikinda. Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi. Jón Þór Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, var fjarverandi. Karl Garðarsson vék af fundi kl. 10:20.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum Kl. 09:00
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf.: Halldór Guðmundsson og Guðfinna Bjarnadóttir. Rætt var um fjárhagsstöðu Hörpunnar.

2) Framkvæmd fjárlaga 2015 Kl. 09:49
Ríkissaksóknari: Sigríður Friðjónsdóttir.
Embætti sérstaks saksóknara: Ólafur Þór Hauksson, Björn Þorvaldsson, Sveinn I. Magnússon og Ásdís Ingibjargardóttir
Rætt var um rekstur embættanna.

3) Þrautavaralán til Kaupþings Kl. 09:34
Guðlaugur Þór Þórðarson lagði fram eftirfarandi drög að fyrirspurn til Seðlabanka Íslands um sölu FIH bankans:


1. Hvernig var staðið að öflun kauptilboða í FIH Erhverfsbank , eftir að ljóst var að Seðlabankinn Íslands myndi leysta til sín nær allt hlutafé í bankanum. Óskað er eftir lýsingu á söluferli og forstendum fyrir ákvarðanatöku bankans, þann tíma sem bréfin voru í eigu Seðlabankans.

2. Hve mörg kauptilboð bárust í FIH Erhvervsbank fyrir sölu hans til hóps fjárfesta í september 2010? Frá hvaða aðilum voru þau tilboð?

3. Hvernig lagði Seðlabankinn mat á kauptilboðin?

4. Eftir á að hyggja, telur bankinn að standa hefði átt öðru vísi að sölu FIH bankans heldur en ákveðið var að gera á sínum tíma?

Afgreiðslu tillögunnar var frestað fram að næsta fundi nefndarinnar.

4) Önnur mál Kl. 10:28
Samþykkt var að óska eftir því að ríkisendurskoðandi kæmi til fundar við nefndina og ræddi um fyrirkomulag risnu og utanumhald risnukostnaðar hjá stofnunum og fyrirtækjum ríkisins.
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 11:04


Fundi slitið kl. 11:00