59. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:27
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:27
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:27
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:27
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:27
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:36

Bjarkey Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Ásmundur Einar Daðason, Haraldur Benediktsson og Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi voru fjarverandi.
Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11.25. Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 12.05.

Nefndarritarar:
Aðalbjörg Rós Óskarsdóttir
Jón Magnússon

Bókað:

1) Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum Kl. 09:29
Kjartan Eiríksson og Sigurður Kári Kristjánsson frá Kadeco. Rætt um rekstur Kadeco og horfur. Munu senda nefndinni minnisblað um stöðu mála hjá Ásbrú og Háskólavöllum.

Magnús Geir Þórðarson, Ingvi Hrafn Óskarsson og Anna B. Sigurðardóttir frá Ríkisútvarpinu. Farið yfir fjárhagsstöðu og rekstrarhorfur stofnunarinnar.

2) Útboð og innkaup Kl. 11:10
Guðrún Ögmundsdóttir og Pétur Matthíasson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Halldór Ó. Sigurðsson frá Ríkiskaupum. Kynntu tillögur starfshóps um nýjar áherslur í opinberum innkaupum. Munu senda nefndinni nánari upplýsingar um þróun innkaupamála hjá hinu opinbera.

3) Önnur mál Kl. 12:06
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 12:07
Fundargerð 58. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:10