68. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:02
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:03
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00

Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Anna María Elíasdóttir, varamaður Ásmundar Einars Daðasonar, og Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2015 Kl. 09:00
Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Bjarni Benediktsson og Guðmundur Árnason. Lagt fram minnisblað ráðuneytisins dags. 22. maí 2015 um fjáraukalagafrumvarp 2015, aukaframlög til brýnna framkvæmda á ferðamannastöðum og á vegakerfinu vegna stóraukins ferðamannastraums til landsins.

2) Önnur mál Kl. 09:29
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 09:30
Fundargerð 67. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:31