79. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. júní 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:00

Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga árið 2014 Kl. 09:00
Sveinn Arason og Jón L. Björnsson frá Ríkisendurskoðun kynntu skýrslu stofnunarinnar um framkvæmd fjárlaga árið 2014.

2) Önnur mál Kl. 09:55
Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 09:55
Fundargerð 78. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:00