55. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 3. júní 2022 kl. 13:35


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 13:35
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 13:35
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:35
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:35
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 13:35
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) fyrir (KFrost), kl. 13:35
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 13:35
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:35

Haraldur Benediktsson og Vilhjálmur Árnason voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 513. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027 Kl. 13:35
Til fundarins komu Nökkvi Bragason, Jón Viðar Pálmason, Helga Jónsdóttir, Dóróthea Jóhannsdóttir, Ólafur Heiðar Helgason, Saga Guðmundsdóttir og Katrín Anna Guðmundsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytingu. Þau lögðu fram tvö minnisblöð frá ráðuneytinu dagsett 3. júní 2022. Í þeim er gerð grein fyrir uppfærðum afkomu- og skuldahorfum ríkissjóðs, sveitarfélaga og hins opinbera í ljósi breyttra efnahagshorfa en ríkisstjórnin hefur samþykkt að fjármála- og efnahagsráðherra leggi til við fjárlaganefnd að gerðar verði samsvarandi breytingar á tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027. Jafnframt eru til umfjöllunar í ráðherranefnd og ríkisstjórn tillögur um frekari breytingar á fjármálaáætlun sem lúta að sérstökum ráðstöfunum í ríkisfjármálum til þess að vega á móti þenslu og verðbólgu. Þess er vænst að tillögur af þessu tagi verði kynntar fyrir fjárlaganefnd í næstu viku. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að með þeim tillögum verði þá lögð fram öll talnayfirlit fyrir þingsályktunina sem feli í sér breytingarnar í heild að meðtöldum sérstökum ráðstöfunum. Gestirnir fóru yfir efni minnisblaðanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 14:53
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 14:54
Fundargerð 54. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:00