3. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 19. september 2014 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:25
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:15
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:15
Sigrún Gunnarsdóttir (SigrG) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 09:27
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:05
Ögmundur Jónasson (ÖJ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:00

Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi. Willum Þór Þórsson vék af fundi kl. 11:49. Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 12:18 og kom til baka kl. 14:55. Unnur Brá Konráðsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir véku af fundi kl. 12:18.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2015 Kl. 09:00
Velferðarráðuneyti: Einar Njálsson, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Hrönn Ottósdóttir, Sturlaugur Tómasson og Unnur Ágústsdóttir.
Mennta-og menningarmálaráðuneyti: Gísli Þór Magnússon, Auður B. Árnadóttir, Marta Guðrún Skúladóttir og Helgi Freyr Kristinsson.
Utanríkisráðuneyti: Harald Aspelund og Elín Einarsdóttir.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti: Maríanna Jónasdóttir, Ester Finnbogadóttir og Viðar Helgason.
Farið var yfir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015.

2) Önnur mál Kl. 15:35
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 15:35
Fundargerðina samþykktu Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný G. Harðardóttir, Haraldur Benediktsson og Karl Garðarsson. Fundargerð 2. fundar samþykktu Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný G. Harðardóttir, Haraldur Benediktsson og Karl Garðarsson.

Fundi slitið kl. 15:40