5. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. september 2014 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:13
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00

Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi. Brynhildur Pétursdóttir vék af fundi kl. 10:07. Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 10:57.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2015 Kl. 09:00
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Jón Loftur Björnsson. Lögð var fram umsögn stofnunarinnar um frumvarp til fjárlaga 2015 og hún rædd.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið. Hafsteinn S. Hafsteinsson. Farið var yfir 6. grein fjárlagafrumvarps 2015.

2) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 11:16
Fundargerðin var samþykkt af Vigdísi Hauksdóttur, Karli Garðarssyni, Ásmundi Einari Daðasyni, Oddnýju G. Harðardóttur og Bjarkeyju Gunnarsdóttur.

Fundargerð 4. fundar var samþykkt af Vigdísi Hauksdóttur, Karli Garðarssyni, Ásmundi Einari Daðasyni, Oddnýju G. Harðardóttur og Bjarkeyju Gunnarsdóttur.

Fundi slitið kl. 11:30