21. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 14. nóvember 2014 kl. 08:15


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 08:20
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 08:20
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:20
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 09:17
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 08:20
Valgerður Bjarnadóttir (VBj) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 08:20
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:20
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 10:00

Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 09:00 og kom til baka kl.10:00. Hann vék síðan af fundi kl. 10:24 og kom til baka kl. 11:30. Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 9:15 og kom til baka kl. 09:33. Hann vék síðan af fundi kl. 10:00. Valgerður Bjarnadóttir vék af fundi kl. 09:40. Guðmundur Steingrímsson vék af fundi kl. 11:55 og kom til baka kl. 13:09. Jón Þór Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, var fjarverandi. Kristján Möller kom á fundinn kl. 13:04 sem varamaður Oddnýjar Harðardóttur og vék af fundi kl. 14:40.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 367. mál - fjáraukalög 2014 Kl. 08:20
Alþingi: Karl M. Kristjánsson. Farið var yfir framlög til Alþingis í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2014.
Skattrannsóknastjóri ríkisins: Bryndís Kristjánsdóttir og Gunnar Th. Kristjánsson.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Maríanna Jónasdóttir og Sverrir Jónsson.
Þróunar- og samvinnustofnun Íslands: Engilbert Guðmundsson og Hannes Hauksson.
Utanríkisráðuneytið: Harald Aspelund.
Embætti sérstaks saksóknari: Ólafur Þór Hauksson.
Innanríkisráðuneytið: Pétur Fenger.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Maríanna Jónasdóttir, Nökkvi Bragason, Björn Þór Hermannsson og Elín Guðjónsdóttir. Farið var yfir tillögur ríkisstjórnarinnar að breytingum á frumvarpi til fjárlaga.

2) 1. mál - fjárlög 2015 Kl. 13:09
Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Maríanna Jónasdóttir, Nökkvi Bragason, Björn Þór Hermannsson og Elín Guðjónsdóttir. Farið var yfir tillögur ríkisstjórnarinnar að breytingum á frumvarpi til fjárlaga.

3) Endurskoðun ríkisreiknings 2012 Kl. 11:20
Umræðu um dagskrárliðinn frestað.

4) Þjóðhagsáætlun 2014 Kl. 10:00
Hagstofa Íslands: Björn Ragnar Björnsson, Björn Rúnar Guðmundsson og Mainó Melsted. Hagspá Hagstofu Íslands var kynnt. Þessi hluti fundarins var sameiginlegur með efnahags- og skattanefnd.

5) Önnur mál Kl. 14:02
Rætt um verkefnin framundan og hvaða gestir verða boðaðir til fundar í næstu viku.

6) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 14:51
Frestað.

Fundargerð 20. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:00