24. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:02
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:05
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:07
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Guðlaug Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:12
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00

Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 367. mál - fjáraukalög 2014 Kl. 08:57
Seðlabanki Íslands: Sturla Pálsson og Ragnar Árni Sigurðarson.
Rætt var um fjárhagsleg samskipti Seðlabanka Íslands og ríkissjóðs.
Ríkisendurskoðun: Ingi K. Magnússon og Jón L. Björnsson.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Þórhallur Arason.
Rætt var um uppgjör á skuldabréfi sem ríkissjóður gaf út vegna endurfjármögnunar Seðlabanka Íslands og arðgreiðslur Seðlabanka til ríkissjóðs í framtíðinni.

2) 1. mál - fjárlög 2015 Kl. 10:08
Þar sem tillögur ríkisstjórnarinnar hafa ekki verið lagðar fram var þessum dagskrárlið frestað.

3) Önnur mál Kl. 10:09
Rætt um vinnuna sem er fram undan.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 10:16
Frestað.

Fundargerðir 21.-23. fundar samþykktar.

Fundi slitið kl. 10:22