63. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. maí 2015 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:30

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Karl Garðarsson og Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi voru fjarverandi. Bjarkey Gunnarsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 206. mál - opinber fjármál Kl. 09:30
Nefndaritarar lögðu fram og kynntu upplýsingar sem fram komu á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með vinnuhópum Stjórnarráðsins um frumvarp til laga um opinber fjármál.

2) 688. mál - ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019 Kl. 10:58
Rætt var um þingsályktunina og boðaði formaður að hún yrði afgreidd úr fjárlaganefnd miðvikudaginn 13. maí.

3) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 11:02
Fundargerð 62. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:03