77. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. júní 2015 kl. 08:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 08:15
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 08:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 08:00
Anna María Elíasdóttir (AME) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 08:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:28
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:28
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 08:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:00

Karl Garðarsson var fjarverandi vegna starfa erlendis á vegum Alþingis. Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Haraldur Benediktsson véku af fundi kl. 10:00, Anna María Elíasdóttir kl. 10:05 og Oddný G. Harðardóttir kl. 10:11.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 705. mál - meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum Kl. 08:00
Farið var yfir innsend erindi. Guðlaugur Þór Þórðarson annaðist fundarstjórn til kl. 8:30.

2) Framkvæmd fjárlaga 2015 Kl. 08:30
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Jón L. Björnsson.
Bankasýsla ríkisins: Jón Gunnar Jónsson.
Farið var yfir sölu á eignarhlut ríkisins í viðskiptabönkum eftir að ríkissjóður stofnaði nýja banka í kjölfar bankahrunsins.

Vegagerðin: Hreinn Haraldsson.
Atvinnuvegaráðuneytið: Ingvi Már Pálsson og Þórður Reynisson.
Farið var yfir aðdraganda að jarðgangaframkvæmd við Bakka á Húsavík og kostnaðaráætlanir. Einnig var farið yfir stöðu framkvæmda við Vaðlaheiðargöng.

3) Önnur mál Kl. 10:22
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 10:24
Fundargerð 76. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:25