78. fundur
fjárlaganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 16. júní 2015 kl. 12:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 12:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 12:00
Anna María Elíasdóttir (AME) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 12:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 12:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 12:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 12:10
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 12:00

Vigdís Hauksdóttir, Brynhildur Pétursdóttir og Jón Þór Ólafsson áheyrnarfulltrúi voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 688. mál - ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019 Kl. 12:00
Meiri hluti fjárlaganefndar afgreiddi framhaldsnefndarálit um þingsályktunina með atkvæðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Haraldar Benediktssonar, Valgerðar Gunnarsdóttur, Önnu Maríu Elíasdóttur og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur. Vigdís Hauksdóttir sem var fjarverandi ritar undir framhaldsnefndarálit meiri hlutans samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Minni hluti fjárlaganefndar lagði fram framhaldsnefndarálit minni hluta.

2) Önnur mál Kl. 12:11
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 144. þingi Kl. 12:12
Fundargerð 77. fundar samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:15