19. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. desember 2016 kl. 22:12


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 22:12
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 22:12
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 22:12
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 22:12
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 22:12
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 22:12
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 22:12
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 22:12
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 22:12

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2017 Kl. 22:13
Til fundarins kom Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún lagði fram minnisblað dags. 21.12.2016 um breytingatillögur við aðra umræðu á tekju- og gjaldahlið frumvarpsins, fór yfir þær og svaraði spurningum nefndarmanna. Hún vék síðan af fundi en fjárlaganefnd afgreiddi frumvarpið öðru sinni til 2. umræðu með sama hætti og á síðasta fundi nefndarinnar.

2) 10. mál - fjáraukalög 2016 Kl. 22:39
Til fundar við nefndina kom Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður markaðsráðs kindakjöts. Svavar fjallaði um vandamál sauðfjárræktarinnar vegna vandamála á erlendum mörkuðum í kjölfar Úkraínudeildunnar og svaraði spurningum nefndarmanna um þau mál. Hann vék síðan af fundinum og voru þá lögð fram drög að nefndaráliti 1. minni hluta. Að álitinu standa Haraldur Benediktsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Frumvarpið var afgreitt til annarrar umræðu með samþykki allra nefndarmanna. Aðrir nefndarmenn áskilja sér rétt til að skila sér nefndaráliti, en þeir eru Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Oddný G. Harðardóttir, Björn Leví Gunnarsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

3) Önnur mál Kl. 23:31
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 23:32
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 23:10