52. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. maí 2017 kl. 09:08


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:08
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 09:08
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 09:13
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:08
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:08
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:08
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:08

Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:08
Rætt var um vinnu nefndarinnar við þingsályktunartillöguna. Gert er ráð fyrir að afgreiða hana til annarrar umræðu á fundi nefndarinnar á morgun.

2) Önnur mál Kl. 09:20
Formaður kynnti að til nefndarinnar hefði verið vísað máli nr. 524, jarðgöng undir Vaðlaheiði, viðbótarfjármögnun og að það yrði tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Ákveðið var að Hanna Katrín Friðriksson yrði framsögumaður málsins.

3) Fundargerð Kl. 09:28
Fundargerð 51. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:30