46. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 15. apríl 2024 kl. 09:16


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:16
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:16
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 09:16
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:16
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:16
Indriði Ingi Stefánsson (IIS), kl. 09:16
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:16

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Hildur Sverrisdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Hlé var gert á fundi kl. 09:50 - 09:56.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:16
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

2) 787. mál - stjórnsýslulög Kl. 09:16
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Flóka Ásgeirsson frá Lögmannafélagi Íslands og Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Lilju Björk Guðmundsdóttur frá Samtökum iðnaðarins og Maríu Guðjónsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

3) Beiðni um skipun rannsóknarnefndar vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 Kl. 09:56
Nefndin samþykkti að flytja tillögu til þingsályktunar um rannsókn vegna snjóflóðs sem féll í Súðavík 16. janúar 1995.

4) 35. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 10:03
Nefndin fjallaði um málið.

5) 6. mál - kosningalög Kl. 10:18
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 10:29
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:29