9. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 5. september 2013 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 10:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Elín Hirst (ElH) fyrir PHB, kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

KG var fjarverandi.
HHj og VBj véku af fundi við fundarhlé kl. 9:15.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundagerðir Kl. 09:00
Fundargerð 8. fundar samþykkt.

2) Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar Kl. 09:03
Formaður fór yfir fimm skýrslur Ríkisendurskoðunar sem voru settar í bið þar sem nefndin tekur þær hugsanlega til frekari umfjöllunar á næstu fundum, þ.e.:

Skýrsla um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins.
Skýrsla um ORRA - fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins.
Skýrsla um eftirlit Tryggingastofnunar með bótagreiðslum.
Skýrsla um þróun lyfjakostnaðar og Skýrsla um eftirfylgni: Lyfjastofun (2009).

3) Heimsókn til Ríkisendurskoðunar Kl. 10:00
Heimsókn til Ríkisendurskoðunar þar sem nefndarmenn fengu kynningu á embættinu frá Sveini Arasyni, Kristínu Kalmansdóttur, Lárusi Ögmundssyni, Jóni Lofti Björnssyni, Inga K. Magnússyni og Óla J. Jónssyni sem svöruðu einnig spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:00
Hlé var gert á fundi kl. 9:15 fram að heimsókn til Ríkisendurskoðunar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00