11. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, þriðjudaginn 17. september 2013 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:03
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundagerðir Kl. 09:00
Fundargerðir 7., 9. og 10. fundar nefndarinnar voru samþykktar.

2) Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Sveinn Arason Ríkisendurskoðandi og Kristín Kalmansdóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kynntu þau efni eftirfarandi skýrslna Ríkisendurskoðunar og svöruðu spurningum nefndarmanna um þær:
Skýrsla um eftirfylgni: Kaup Fasteigna ríkissjóðs á málningarvinnu.
Skýrsla um eftirfylgni: Verktakagreiðslur hjá Fasteignaskrá.
Skýrsla um eftirfylgni: Framkvæmd búvörusamninga.
Skýrsla um eftirfylgni: Ábending um kaup á tækniþjónustu vegna Norðurlandaráðsþings
Skýrsla um ítrekaða eftirfylgni: Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna.
Skýrsla um eftirfylgni: Viðskipti ríkisstofnana við 800 birgja.

Þegar gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin ofangreindar skýrslur og tók ákvörðun um að taka þær ekki til frekari umfjöllunar.

Því næst kynntu gestir efni skýrslu um Orra - fjárhag- og mannauðskerfi ríkisins og skýrslu um fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orri). Uppfærsla 2010. Að auki svöruðu þeir spurningum nefndarmanna. Samþykkt var að fjalla nánar um skýrslurnar síðar.

Þá var nefndinni kynnt ábending Ríkisendurskoðunar um þjónustusamninga við öldrunarheimili og að lokinni umræðu um hana tók nefndin ákvörðum um að kalla fulltrúa velferðarráðuneytis á fund sinn til að fjalla frekar um málið.

Næst var tekin til umfjöllunar skýrsla um skrifstofu rannsóknarstofnana atvinnuveganna (RSA) og kynntu gestir efni hennar auk þess að svara spurningum nefndarmanna. Þegar gestir höfðu vikið af fundi tók nefndin ákvörðun um að senda atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti bréf vegna skýrslunnar og óska afstöðu ráðuneytisins til skýrslunnar og upplýsinga um það hvort gripið hefði verið til aðgerða til að mæta ábendingum stofnunarinnar og þá hverra.

Þá var tekin til umfjöllunar skýrsla um stofnanir sem þjóna einstaklingum með skerta færni og kynntu gestir skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin fjallaði um málið.

Að síðustu kynntu gestir skýrslu um verkefni fyrrum Varnarmálastofnunar og svöruðu spurningum nefndarmanna um hana. Þegar gestir höfðu vikið af fundi var samþykkt að senda forsætisráðuneyti bréf vegna skýrslunnar og óska upplýsinga um stöðu málsins.

Þegar gestir höfðu vikið af fundi kynnti VBj drög að áliti um tvær skýrslur Ríkisendurskoðunar, um þróun lyfjakostnaðar 2008-2010 og eftirfylgni með skýrslu um Lyfjastofnun frá 2009. Nefndin ræddi drögin. Formaður lagði til að þau yrðu afgreidd frá nefndinni sem álit og var það samþykkt. Allir standa að álitinu.

3) Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð. Kl. 10:55
Nefndin ræddi málsmeðferð og umfjöllun nefndarinnar um málið. Samþykkt var að halda opinn fund fimmtudaginn 26. september um málið.

4) Önnur mál Kl. 11:13
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:13