14. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 26. september 2013 kl. 09:00
Opinn fundur


Mætt:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Elín Hirst (ElH) fyrir PHB, kl. 09:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) fyrir SigrM, kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) fyrir HHj, kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð. Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, Gunnar S. Björnsson, fyrrverandi formann og varaformann stjórnar Íbúðalánasjóðs, og Hákon Hákonarson, fyrrverandi formann og varaformann stjórnar Íbúðalánasjóðs. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi skýrsluna og svöruðum spurningum nefndarmanna. Fundurinn var opinn í samræmi við 3. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, og var því bein útsending frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

2) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50

Upptaka af fundinum