17. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. nóvember 2013 kl. 10:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 10:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:00
Elín Hirst (ElH) fyrir PHB, kl. 10:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir JÞÓ, kl. 10:44
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 10:57
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 10:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 10:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:00

ÖJ, form. boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:00
Fundargerðir 15. og 16. fundar samþykktar.

2) Innkaupastefna ráðuneyta (2010), skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirfylgni Kl. 10:01
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Þórir kynnti skýrsluna og þau svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Matvælastofnun. Skýrsla Kl. 10:30
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson. Kristín kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing Kl. 10:45
Á fundinn kom Sveinbjörn Sigurðsson og gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið (skýrslurnar) ásamt því að svara spurningum nefndarmanna og afhenda nefndinni gögn um málið.

BN, 1. varaformaður, óskaði eftir að fá minnisblað frá Sveinbirni um galla kerfisins.

Næst kom Jóhannes Kr. Kristjánsson og gerði grein fyrir sínum sjónarmiðum um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

5) Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins(ORRI) - Uppfærsla 2010 Kl. 10:45
Fjallað um samhliða 4. lið á dagskrá.

6) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00