18. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. nóvember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir BirgJ, kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00

ÖJ og BP boðuðu forföll.
HHj og WÞÞ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerð 17. fundar samþykkt.

2) Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) og samskipti við hana. Kl. 10:02
Á fund nefndarinnar komu Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri og Jón Bjartmarz frá embætti ríkislögreglustjóra og svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

JÞÓ dreifði á fundinum mynd af tæknibúnaði og óskaði eftir að eftirfarandi spurning til ríkislögreglustjóra yrði bókuð:

„Getið þið komist að því hvaða búnaður þetta er á myndinni og upplýst okkur um tilgang hans?“

3) Stofnanir sem þjóna einstaklingum með skerta færni, skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 10:24
Frestað að taka að fyrir.

4) Önnur mál Kl. 14:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25