19. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:02
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:02
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:04

BirgJ boðaði forföll vegna veikinda og BP og KG vegna annarra þingstarfa. HHj var fjarverandi.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:02
Fundargerð 18. fundar samþykkt.

2) Kjör 2. varaformanns Kl. 09:03
BirgJ hefur tekið sæti JÞÓ í nefndinni. Formaður lagði til að BirgJ yrði kjörinn 2. varaformaður. Það var samþykkt.

3) Stofnanir sem þjóna einstaklingum með skerta færni, skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 09:15
Frestað.

4) Reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, skýrsla Ríkisendurskoðunar Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Dagný Brynjólfsdóttir, Hrönn Ottósdóttir, Margrét Björk Svavarsdóttir og Sveinn Magnússon frá velferðarráðuneytinu. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins til skýrslunnar og þeirri vinnu sem væri í gangi um málið í ráðuneytinu auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

5) Sjúkraflug á Íslandi, skýrsla Ríkisendurskoðunar Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Dagný Brynjólfsdóttir og Sveinn Magnússon frá velferðarráðuneyti og Sigurbergur Björnsson og Þórunn Hafstein frá innanríkisráðuneyti. Komu þau á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi skýrsluna, upplýstu um stöðu mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 10:33
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:33