20. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 10:21
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:22
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir PHB, kl. 09:50
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:31

BN boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:22
Fundargerð 19. fundar samþykkt

2) Reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, skýrsla Ríkisendurskoðunar Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Hafstein Sæmundsson frá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Fór hann yfir sjónarmið sín til skýrslunnar og reiknilíkansins og svaraði spurningum nefndarmanna

3) Stofnanir sem þjóna einstaklingum með skerta færni, skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 09:25
Framsögumaður (HHj) lagði fram drög að áliti sem voru samþykkt. Að álitinu standa HHj, ÖJ, KG, SigrM, VBj og WÞÞ. BP áheyrnarfulltrúi í nefndinni er samþykk álitinu. Fjarverandi við afgreiðslu voru BirgJ, BN og PHB.

4) Vinna nefndarinnar framundan. Kl. 09:30
Formaður dreifði yfirliti yfir stöðu mála í nefndinni sem nefndin fór yfir og ræddi málsmeðferð málanna.

5) Önnur mál Kl. 10:23
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:23