24. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. desember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Haraldur Einarsson (HE) fyrir KG, kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir SigrM, kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Brynjar Níelsson og Brynhildur Pétursdóttir voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerðir 22. og 23. fundar voru samþykktar.

2) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012. Kl. 09:00
Nefndin fór yfir uppfærð drög að áliti um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012. Formaður lagði til að álitið yrði afgreitt og var það samþykkt. Að álitinu standa: ÖJ, BirgJ, HHj, HE, PHB, SPJ, VBj, WÞÞ.

3) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kl. 09:10
Formaður kynnti að verið væri að vinna umbeðnar upplýsingar frá Íbúðalánasjóði vegna málsins og þær yrðu afhentar nefndinni um leið og þær yrðu tilbúnar.

4) Svifflugfélag Íslands. Kl. 09:12
Formaður kynnti nefndinni álit umboðsmanns Alþingis um mál Svifflugfélagsins gagnvart innanríkisráðuneyti þar sem umboðsmaður beindi þeim tilmælum til ráðuneytis að það tæki mál félagsins til meðferðar að nýju. Þá lagði hann til að nefndin sendi bréf og aflaði upplýsingar um stöðu málsins hjá ráðuneytinu og kynnti nefndinni drög að slíku bréfi. ÖJ, BirgJ, HHj, HE, SPJ, VBj og WÞÞ samþykktu að senda bréfið en PHB sat hjá við afgreiðslu þess.

5) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Náttúruminjasafn Íslands. Kl. 09:15
Formaður fór yfir minnisblað þar sem farið var yfir stöðu mála er varðar Náttúruminjasafn Íslands. Í ljósi þess að verið væri að vinna að tillögum um framtíð safnsins á pólitískum vettvangi var lagt til að nefndin mundi ljúka umfjöllun sinni um málið. Var það samþykkt.

6) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um frumgreinakennslu íslenskra skóla. Kl. 09:16
Formaður kynnti málið og lagði til að skrifað yrði bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis og óskað upplýsinga um það hvort ábendingum Ríkisendurskoðunar hefði verið mætt og þá hvernig sem og hvort setta hefðu verið reglur um frumgreinanám. Var það samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 09:18
BirgJ óskaði eftir því að nefndin mundi fjalla um hvort upplýsingalög, nr. 140/2012, hefðu verið brotin þegar ákveðið var að veita lögaðilum undanþágur frá gildissviði þeirra um mitt ár, sbr. auglýsingu nr. 600 frá 28. júní 2013 og auglýsingu nr. 613 frá 1. júlí 2013. Vísaði hún m.a. til nýlegs svars forsætisráðherra við fyrirspurn hennar, 149. mál. Samþykkt var að ræða málið nánar á næsta fundi nefndarinnar sem og ákvörðun um það hvort nefndin mundi taka málið upp.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:20