28. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. febrúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerð 8. og 27. fundar samþykktar.

2) 158. mál - aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni Kl. 09:03
Á fundinn komu Gunnar Helgi Kristinsson, Hafsteinn Þór Hauksson, Páll Þórhallsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hafdís Ólafsdóttir vegna samhliða umfjöllunar um 2. - 4. dagskrárlið.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum tengd málunum þremur og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 67. mál - samning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna Kl. 09:03
Umfjöllun samhliða 2. máli á dagskrá.

4) 271. mál - lagaskrifstofa Alþingis Kl. 09:03
Umfjöllun samhliða 2. lið á dagskrá.

5) 13. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 10:45
Sigrún Magnúsdóttir framsögumaður gerði grein fyrir að nefndarálit væri í vinnslu og yrði lagt fram á næstunni.

6) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um verkefni fyrrum Varnarmálastofnunar Kl. 10:47
Formaður, Ögmundur Jónasson, gerði grein fyrir efni svarbréfs forsætisráðuneytis vegna málsins og nefndin skoðar málið.

7) Önnur mál Kl. 10:49
Valgerður Bjarnadóttir vakti athygli á að ríkissaksóknari hefði vísað máli er varðar meintan leka á persónuupplýsingum úr innanríkisráðuneyti til rannsóknar hjá lögreglu og fjallaði nefndin um það.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05