30. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. febrúar 2014 kl. 15:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 15:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 15:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 15:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 15:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 15:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 15:09
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 15:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 15:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 15:00
Fundargerðir 28. og 29. fundar samþykktar.

2) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kl. 15:05
Á fundinn komu Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs og Sigurður Erlingsson forstjóri og kynntu nefndinni upplýsingar um lögaðila ásamt því að svara spurningum nefndarmanna. Upplýsingarnar eru bundnar trúnaði.

3) Verkefni nefndarinnar. Kl. 17:10
Formaður fór yfir stöðu mála hjá nefndinni og nefndin fjallaði um einstök mál og málsmeðferð ásamt því að samþykkja tillögur um framsögumenn.

Þá gerði formaður grein fyrir efni næstu funda m.a. fyrirhugaðra funda um EES-mál og stjórnskipuleg álitaefni í tengslum við framsal valds.

4) Önnur mál Kl. 16:42
Formaður gerði grein fyrir afriti af bréfi til forseta Alþingis, sem hann fékk sem formaður nefndarinnar, frá Sigurði Halli Stefánssyni fv. formanni rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð o.fl. varðandi orlofsgreiðslur.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:45