35. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. mars 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:05
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir SigrM, kl. 09:00

Sigrún Magnúsdóttir boðaði forföll vegna veikinda og Birgitta Jónsdóttir vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerð 32. fundar var samþykkt.

2) Rekstrarstaða og reiknilíkan framhaldsskóla Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Arnór Guðmundsson og Gísli Þór Magnússon frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir, Hilmar Þórissong og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Ræddu þau skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstrarstöðu og reiknilíkan framhaldsskóla og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Skýrsla um rekstur og fjárhagsstöðu Ábyrgðasjóðs launa Kl. 10:05
Kristín Kalmansdóttir, Hilmar Þórisson og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun svöruðu spurningum nefndarmanna um skýrslu stofnunarinnar um rekstur og fjárhagsstöðu Ábyrgðasjóðs launa og komu á framfæri viðbrögðum stofnunarinnar við bréfi velferðarráðuneytisins um málið.

4) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kl. 10:45
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti sem send höfðu verið nefndarmönnum í tölvupósti. Þá ræddi nefndin framhald málsins og fyrirhugaða afgreiðslu þess.

5) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50