37. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 10:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 10:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 10:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:30
Haraldur Einarsson (HE) fyrir KG, kl. 10:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 10:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 10:30
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 10:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 10:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:33

Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:30
Fundargerðir 34. fundar frá 27. febrúar og 36. fundar frá 5. mars sl. voru samþykktar.

2) Þjóðskrá Íslands - skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 10:31
Formaður kynnti að nýju drög að áliti um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Þjóðskrá Íslands. Nefndin fjallaði um álitið og að nýju síðar á fundinum.

Samþykkt af afgreiða málið, allir með: ÖJ, BN, HHj, HE, PHB, SigrM, VBj, WÞÞ.

3) Rekstrarstaða og reiknilíkan framhaldsskóla - skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 10:34
Formaður kynnti samhljóða bréf nefndarinnar til mennta- og menningarmálaráðuneytis og allsherjar- og menntamálanefndar vegna málsins og nefndin samþykkti þau.

4) Rannsóknarframlög til háskóla - skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 10:46
Formaður gerði nefndinni grein fyrir svarbréfi mennta- og menningarmálaráðuneytis til nefndarinnar um hvernig brugðist hefði verið við athugasemdum í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Samþykkt að senda svarbréfið til Ríkisendurskoðunar og óska eftir afstöðu stofnunarinnar til þess.

5) Útflutningsaðstoð og landkynning - skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirfylgni. Kl. 10:42
Formaður gerði nefndinni grein fyrir svarbréfi utanríkisráðuneytis um hvernig brugðist hefði verið við ábendingum í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Samþykkt að senda svarbréfið til Ríkisendurskoðunar og óska eftir afstöðu stofnunarinnar til þess.

6) Frumgreinakennsla íslenskra skóla - skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 10:43
Formaður gerði nefndinni grein fyrir svarbréfi mennta- og menningarmálaráðuneytis um hvernig brugðist hefði verið við ábendingum í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Samþykkt að senda svarbréfið til Ríkisendurskoðunar og óska eftir afstöðu stofnunarinnar til þess.

7) Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar. Kl. 10:53
Formaður fór yfir yfirlit yfir skýrslur sem nefndin hefur til umfjöllunar frá 140. -142. löggjafarþings og nefndin fjallaði um frekari málsmeðferð einstakra skýrslna.

Frestað að fjalla um skýrslur á yfirstandandi þingi.

8) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kl. 11:12
Formaður bauð upp á umræðu um málið og kynnti að fyrirhugað er að nefndin fái drög að áliti nefndarinnar n.k. mánudag vegna skýrslunnar.

9) Önnur mál Kl. 11:13
Formaður kynnti að fulltrúar frá eistneska þinginu hefðu hug á að hitta nefndina í mars/apríl 2015.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15