40. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:41
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Birgitta Jónsdóttir vék af fundi kl. 9:30 vegna annars fundar.
Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 39. fundar samþykkt.

2) Eftirlit með skuldum og fjármagnskostnaði ríkisstofnana Kl. 09:03
Á fundinn komu Kirstín Kalmansdóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun og gerðu grein fyrir afstöðu stofnunarinnar til svarbréfs fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Samþykkt að fá fulltrúa ráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar að nýju á fund.

3) Þjónustusamningur ríkisins við Farice ehf Kl. 09:15
Á fundinn komu Kirstín Kalmansdóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun og gerðu grein fyrir afstöðu stofnunarinnar til svarbréfs fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Samþykkt að fá fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis og Ríkisendurskoðunar að nýju á fund.

4) 13. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 08:29
Sigrún Magnúsdóttir, framsögumaður málsins, gerði grein fyrir drögum að áliti um málið og nefndin fjallaði um það.

Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni.
Meiri hluti: ÖJ, SigrM, KG, ÖJ og PHB, WÞÞ.
Minnni hluti skilar ekki áliti og BP, áheyrnarfulltrúi situr hjá.

5) Önnur mál Kl. 09:44
PHB gerði grein fyrir skýrslu sem hann sendi nefndinni um ferð sem hann fór til Berlínar á vegum nefndarinnar og drögum að þingsályktunartillögu um rafræn réttindi einstaklinga varðandi söfnun persónuupplýsinga um þá, úrvinnslu, eyðingu o.fl. sem og samþykki einstaklingsins og afturköllun þess.

Hann bauð nefndarmönnum að koma að vinnu við tillöguna og upplýsti formaður að BirgJ hefði áhuga á því og samþykkti HHj einnig að koma að þeirri vinnu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50