43. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. apríl 2014 kl. 09:05


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:05
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:44
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir ÖJ, kl. 09:05
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:05
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:29

Brynjar Níelsson og Karl Garðarsson boðuðu forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 33. fundar, 40. fundar og 41. fundar voru samþykktar.

2) Frumvarp um gagnageymd. Kl. 09:05
Birgitta Jónsdóttir, 2. varaformaður, stýrði fundi og dreifði drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 8/2013, þar sem lagt yrði til að ákvæði laganna um gagnageymd yrði fellt brott í ljósi nýlegs dóms Evrópudómstólsins í málum C-293/12 and C-594/12 sem féll 8. apríl sl. Samþykkt var að vinna með drögin áfram og taka þau fyrir síðar.

3) 488. mál - ríkisendurskoðandi og ríkisendurskoðun Kl. 10:00
Samþykkt að senda málið til umsagnar.

4) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 10:00
Nefndin ræddi málsmeðferð skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Samþykkt var að senda forseta Alþingis bréf þar sem m.a. væri komið á framfæri sjónarmiðum um mikilvægi þess að þingmönnum gæfist nægilegt ráðrúm til að kynna sér mál sem þessi áður en þau væru sett á dagskrá þingfundar og að eðlilegt væri að forseti væri framsögumaður skýrslna af þessu tagi en ekki ráðherra þess málaflokks sem til umfjöllunar væri.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10