45. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 11. apríl 2014 kl. 08:20


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:20
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:38
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:20
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:20
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:40
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:20
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir ÖJ, kl. 08:20
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:20
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:20
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 08:20
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:20
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:20
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:20
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:20

Brynjar Níelsson og Karl Garðarsson boðuðu forföll vegna þingstarfa erlendis. Helgi Hjörvar var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Elín Valdís Þorsteinsdóttir
Hildur Eva Sigurðardóttir

Nefndarmönnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis var boðið að sitja fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Birgitta Jónsdóttir, 2. varaformaður, stýrði fundi í fjarveru formanns og 1. varaformanns.

Bókað:

1) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 08:20
Á fund nefndarinnar komu Hrannar Hafberg, Tinna Finnbogadóttir og Bjarni Frímann Karlsson frá rannsóknarnefnd Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Gerðu þau grein fyrir helstu niðurstöðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Samþykkti rannsóknarnefndin að mæta á fund nefndarinnar vegna málsins haustið 2014.

2) Önnur mál Kl. 10:53
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:53