52. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. maí 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir BirgJ, kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00

Sigrún Magnúsdóttir var fjarverandi.
Pétur H. Blöndal vék af fundi vegna annars fundar.
Willum Þór Þórsson var farverandi vegna annars fundar.
Brynhildur Pétursdóttir boðaði forföll vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing Kl. 09:00
Brynjar Níelsson framsögumaður málsins gerði grein fyrir drögum að áliti um skýrslurnar um ORRA - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, undirbúning og innleiðingu og um uppfærslu.

Nefndin fjallaði um málið.

2) Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins(ORRI) - Uppfærsla 2010 Kl. 09:00
Fjallað um samhliða dagskrárlið 1.

3) Önnur mál Kl. 09:25
Formaður gerði grein fyrir því að upplýsingaþjónusta Alþingis hefði unnið úttekt á umfjöllun í fjölmiðlum, á Alþingi og hjá dómstólum á „lekamálinu“ svokallaða og að hún yrði send nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:30