14. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 10. og 11. fundar samþykktar.

2) Endurupptaka dómsmála. Kl. 09:05
Formaður kynnti að nýju frumvarp til sérlaga um endurupptöku vegna látinna dómþola í máli nr. 214/1978 fyrir Hæstarétti, svokölluð Guðmundar- og Geirsfinnsmál. Samþykkt að flytja málið sem þingmannamál, allir viðstaddir nefndarmenn með auk Birgittu Jónsdóttur.

3) Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins(ORRI) - Uppfærsla 2010 Kl. 09:10
Formaður kynnti upplýsingar sem óskað var eftir hjá fjárlaganefnd um færslur í bókhaldskerfi ríkisins. Samþykkt að óska eftir upplýsingum og skýringum frá Fjársýslu ríkisins.

4) Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing Kl. 09:10
Sjá lið 3.

5) Önnur mál Kl. 09:16
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:16