18. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:56
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Birgitta Jónsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir boðuðu forföll vegna annarra þingstarfa.
Karl Garðarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 16. og 17. fundar samþykktar.

2) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 08:30
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Jóhanna Bryndís fór yfir stjórnskipulegan þátt málsins og Ingvi Már yfir efnislegan þátt málsins. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2013/37/ESB er varðar endurnot opinberra upplýsinga. Kl. 09:02
Formaður gerði grein fyrir drögum að áliti nefndarinnar til utanríkismálanefndar. Samþykkt að afgreiða málið, allir með.

4) 274. mál - endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands Kl. 09:04
Formaður lagði til að frestað yrði að skipa framsögumann málsins og senda málið út til umsagnar þar til fyrsti flutningsmaður væri á fundi. Samþykkt.

5) 77. mál - laun forseta Íslands Kl. 09:05
Nefndin ræddi málið, samþykkt að skipa Brynhildi Pétursdóttur framsögumann og að senda málið út til umsagnar.

6) 56. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:07
Formaður lagði til að frestað yrði að skipa framsögumann málsins og senda málið út til umsagnar þar til fyrsti flutningsmaður væri á fundi. Samþykkt.

7) 95. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 09:08
Samþykkt að skipa Sigrúnu Magnúsdóttur framsögumann málsins og að senda málið út til umsagnar.

8) Önnur mál Kl. 09:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:10