57. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. maí 2015 kl. 13:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 13:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 13:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 13:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:00

Ögmundur Jónasson, Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hjörvar og Sigríður Á. Anderssen varamaður Péturs H. Blöndal voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) 685. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 13:00
Á fundinn komu Matthildur Sveinsdóttir og Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu, Brynhildur Pálmarsdóttir og Rebekka Hilmarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneyti. Matthildur og Þórunn Anna gerðu grein fyrir umsögn Neytendastofu og Brynhildur og Rebekka fyrir umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 13:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:15