6. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 17. desember 2021 kl. 13:05


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 13:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 13:05
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 13:05
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 13:05
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 13:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 13:05
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:05
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (ÁLÞ), kl. 13:05

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigmar Guðmundsson tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:35
Fundargerðir 4. og 5. fundar voru samþykktar.

2) 167. mál - breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 13:05
Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með frest til og með 3. janúar var samþykkt.

3) Önnur mál Kl. 13:49
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:50